Opinn Borgarafundur XV

Gott fólk

Mánudaginn 28. júní kl. 20:00-22:00 verður haldinn Opinn Borgarafundur í Iðnó.
Fundarefni:
Áhrif dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar
Frummælendur:
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra – ÓSTAÐFEST
Lilja Mósesdóttir alþingismaður
Guðmundur Andri Skúlason talsmaður Samtaka lánþega
Pétur Blöndal alþingismaður
Í pallborði verða Ragnar Baldursson hrl. og Marínó G. Njálsson Hagsmunasamtökum heimilanna.
Auk þeirra hefur forstjórum banka og fjármögnunarfyrirtækja verið boðið í pallborð.
Öllum þingmönnum er einnig sérstaklega boðið á fundinn.
Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn
Hlustum – Spyrjum – Fræðumst
Hvetjum fundargesti til að mæta með tilbúnar og gagnorðar spurningar.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Sigurðsson í síma 897-7694.

Borgarafundur um hæstaréttardóm um gengistryggingu lánsfjár

Gott fólk það er nú eða aldrei sem við þurfum að finna samstöðu og fá fram upplýsingar og upplýsta umræðu

Iðnó Mánudaginn 28.06 kl. 20.00 -22.00

Opin Borgarafundur um nýfallin
Hæstaréttardóm um gengistryggingu lánsfjár og áhrif þess dóms á heimili og
fyrirtæki í landinu.

Boð hafa verið/verða send á eftirfarandi aðila:

Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra óstaðfest
Gunnar Andersen forstjóra FME óstaðfest
Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja óstaðfest
Lilju Mósesdóttur alþingismann óstaðfest
Guðmundur Andri Skúlasson fyrir hönd Samtaka lánþega.staðfest

Einnig er verið að vinna í að fá lögfræðinga til að sitja í pallborði og svara spurningum fundargesta

Hvetjum að sjálfsögðu alla sem láta þetta mál sig varða að mæta

Ætlunin er að Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök lánþega verði með stutta
framsögu ásamt ráðherra og að þeim framsögum loknum verði fyrirspurnir úr
sal.

Fundarform verður með sama hætti og áður hjá Opnum Borgarfundum

Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson.

Við teljum mikla þörf fyrir upplýsandi fund sem þennan

Ef frekari upplýsingar er þörf hafa samband við undirritaðan

Gunnar Sigurðsson í síma 897 7694

Nánari auglýsing með staðfestum frummælendum og pallborði verður send út um helgina

Að ári liðnu

Heil og sæl öll

 

Nú er rúmlega ár liðið frá upphafi opinna Borgarafunda.

Ýmislegt hefur gerst á þessu ári. Við erum nú á þriðju Ríkisstjórn þessa lands frá hruni. Okkur hefur verið lofað allt upp á borðið og gegnsæi af öllum stjórnmálaöflum sem eru á þingi. Okkur hefur verið lofað breytingum á stjórnum banka og annarra fyrirtækja sem áttu hvað mestan þátt í hruninu. Okkur hefur verið lofað gegnsærri og upplýsandi umræðu um öll þessi mál.

 

En hvað um efndir? Hvernig hefur nýjum öflum á þingi tekist að koma á breytingum ? Er komið mikið gegnsæi í vinnubrögðum banka,eftirlitstofnana,skilanefnda og fl? Eða erum við aftur á hraðri leið með að afhenda sömu aðilum aftur þessar stofnanir og komu þeim í þrot. Það virðist vera allt í lagi að breyta um nöfn og kennitölur á fyrirtækjum og bönkum til að forðast erfiða fortíð og geta þá hugsanlega í nýju nafni falið og fellt niður gamlar syndir.

Og gott fólk þetta er allt gert með vilja og vitund stjórnvalda og stofnana ríkisins.  

 

Við sem að opnum borgarfundum höfum staðið erum þverpólitískur félagsskapur og verðum sem slíkur að standa vörð um þau gildi sem við lögðum upp með, gegnsæi, upplýsingastreymi, heiðarleika og opna stjórnsýslu. Við verðum að gæta þess að þeir sem hafa peningavöld og völd í heimi viðskipta sem virðast stjórna meiru en þeir aðilar sem við höfum kosið á þing  geti ekki tekið völdin af almenningi í landinu og að þeir sem við kjósum til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð geti unnið sína vinnu.

 

Ég kalla því til opins undirbúnings og umræðufundar  mánudaginn 30.nóv kl 20.00 að Höfðatúni 12

 

Sýnum samstöðu og fjölmennum

 

Kveðja

Gunnar Sigurðsson

Opinn borgarafundur #13

Í IÐNÓ, mánudaginn 29. júní kl. 20-22.

 

Fundarefni:

IceSave – Getum við borgað?.

 

Frummælendur:

  • Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur
  • Einar Már Guðmundsson rithöfundur
  • Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra

Í pallborði verða (auk ofangreindra):

  • Meðlimir úr InDefence hópnum
  • Eygló Harðardóttir þingmaður
  • Elvira Méndez dr. í Evrópurétti

Að vanda hefur öllum þingmönnum verið sérstaklega boðið.

 

Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.

Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Opinn borgarafundur #13

Í IÐNÓ, mánudaginn 29. júní kl. 20-22.
 
Fundarefni
IceSave (getum við borgað?)
 
Indefence hópurinn mætir og frummælandi frá þeim verður Helgi Áss Grétarsson sérfræðingur.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Indriði G. Þorláksson hafa fengið boð um að vera í pallborði.
Annar frummælandi verður auglýstur síðar.
 
Að vanda verðum öllum þingmönnum sérstaklega boðið.
 
Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.
Undirbúningsnefnd

www.borgarafundur.info

Opinn borgarafundur #12 – staða heimilanna

Kæru félagar
Nú þegar kosningar eru um garð gengnar, hafa aðstandendur Opinna borgarafunda, ákveðið að hefja starf sitt að nýju. Verður fyrsti fundur eftir kosningnar haldinn í Borgartúni 3 mánudaginn 11. maí kl. 20:00.

Yfirskrift fundarins eru Skuldir heimilanna og aðgerðir.

 

Frummælendur verða Marínó G. Njálsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem mun tala um hinar ýmsu aðgerðir í þágu heimilana sem ríkistjórnin hefur boðað og Sveinn Aðalsteinsson sem mun fjalla um skuldir og stöðu þjóðarinnar og heimilanna.

 

Allir eru velkomnnir.
 
Nefndin

Opinn borgarafundur #11

 

Í IÐNÓ, miðvikudaginn 11. mars kl 20-22.

Fundarefni

500 milljarðar til eigenda – glæpur eða vinagreiði

Frummælendur
Atli Gíslason – þingmaður
Bjarni Benediktsson – þingmaður
Björn Þorri Viktorsson – hæstaréttarlögmaður

Í pallborði verða Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur og Jóhann G. Ásgrímsson viðskipafræðingur.

Auk þeirra hefur ráðherrum viðskipta- og dómsmála verið boðið í pallborð.
Öllum þingmönnum hefur einnig verið sérstaklega boðið.

Fyrirkomulag
Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.
Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Spyrjum, hlustum og fræðumst.
Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.

f.h. undirbúningsnefndar
Guðný Þorsteinsdóttir – s: 659 0313

 

Opinn borgarafundur #11
Opinn borgarafundur #11

Að nýta styrkleika sína og góð lífsgildi – fundur 3/3

Fimmtudaginn 5. mars kl. 17:15-18:45 verður umræðufundur undir

leiðsögn Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings.

 

Inngangserindi: Hvað gerir fólk ánægt í lífinu?

 

 

Á síðasta fundi var rætt um:

 

1. Áhrif bankahruns líðan fólks, viðbrögð við því og hjálplegt hugarfar.

 

2. Einstaklingshyggju, sjálfselsku og eigingirni vs. Sjálf-samþykki og

það að standa með sjálfum sér og með öðrum.

 

3. Frjálshyggju og félagslega ábyrgð.

 

4. Hlutverk stéttarfélaga í mótmælum á tímum kreppu og atvinnuleysis.

 

Frítt er inn og allir velkomnir.