Magnaður borgarafundur á troðfullu NASA

Borgarafundurinn á NASA heppnaðist með einsdæmum vel. Troðfullt var út úr dyrum og stemmningin mikil. Að þessu sinni var umtalsefni ábyrgð fjölmiðla. Að vanda voru fjórir frummælendur sem öll fluttu mögnuð erindi; þau Irma Erlingsdóttir, bókmenntafræðingur, Eggert Briem, stærðfræðingur, Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður og Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur. Í pallborði sátu: Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Kaldal …

Annar borgarafundur í Iðnó

OPINN BORGARAFUNDUR – um stöðu þjóðarinnar – í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30   Til hvers? Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum. Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga. Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður …

Opinn borgarafundur í Iðnó

Mánudaginn 27. október kl. 20:00 var haldinn opinn borgarafundur í Iðnó um stöðu þjóðarinnar. Fjórir frummælendur hófu umræðuna: Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur. Þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu var orðið gefið laust og hver sem vildi tjá sig fékk þrjár mínútur til að tjá …