Myndskeið af erindum frummælenda á síðasta borgarafundi eru komin hingað á vefinn. Frummælendur voru: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir Vésteinn Gauti Hauksson, markaðsstjóri Erindi frummælenda frá upphafi er að finna undir liðnum Frummælendur hér að ofan. Öll myndskeið er einnig hægt að skoða beint frá YouTube.
Category Archives: Myndskeið
Myndskeið frá borgarafundinum á NASA
Nú eru myndskeið með erindum frummælenda síðasta borgarafundar komin á vefinn. Hægt er að horfa á þau á YouTube svæðinu okkar: www.youtube.com/borgarafundur. Erindi flestra frummælenda er hægt að lesa hér á vefnum undir tenglinum Greinar og skjöl.
Áskorun til stjórnvalda
Í þessu myndskeiði sjáum við áskorun til stjórnvalda um að mæta á næsta borgarafund sem verður haldinn mánudaginn 24. nóvember í Háskólabíó:
Má ekki bjóða yður þjóðskrána?
Hér er að finna ræðu Einars Más Guðmundssonar sem hann flutti á borgarafundinum í Iðnó mánudaginn 27. október. Hér fyrir neðan er einnig myndskeið með broti úr ræðunni:
Opinn borgarafundur í Iðnó
Mánudaginn 27. október kl. 20:00 var haldinn opinn borgarafundur í Iðnó um stöðu þjóðarinnar. Fjórir frummælendur hófu umræðuna: Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur. Þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu var orðið gefið laust og hver sem vildi tjá sig fékk þrjár mínútur til að tjá …