Ný myndskeið komin á vefinn og YouTube

Myndskeið af erindum frummælenda á síðasta borgarafundi eru komin hingað á vefinn. Frummælendur voru: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir Vésteinn Gauti Hauksson, markaðsstjóri Erindi frummælenda frá upphafi er að finna undir liðnum Frummælendur hér að ofan. Öll myndskeið er einnig hægt að skoða beint frá YouTube.

Opinn borgarafundur í Iðnó

Mánudaginn 27. október kl. 20:00 var haldinn opinn borgarafundur í Iðnó um stöðu þjóðarinnar. Fjórir frummælendur hófu umræðuna: Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur. Þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu var orðið gefið laust og hver sem vildi tjá sig fékk þrjár mínútur til að tjá …