Fróðlegur og áhrifaríkur fundur

Aðstandendur Opins borgarafundar þakkar fyrir vel heppnaðan fund í Háskólabíó í gær. Stóri salurinn var fullur og hátt í 300 manns sátu í andyrinu og fylgdust með fundinum af flatskjám. Erindi frummælenda voru mjög áhugaverð og vöktu mikla lukku fundargesta. Að þessu sinni fengu frummælendur lengri tíma en áður, þar sem að erindin voru að þessu …

Ný myndskeið komin á vefinn og YouTube

Myndskeið af erindum frummælenda á síðasta borgarafundi eru komin hingað á vefinn. Frummælendur voru: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir Vésteinn Gauti Hauksson, markaðsstjóri Erindi frummælenda frá upphafi er að finna undir liðnum Frummælendur hér að ofan. Öll myndskeið er einnig hægt að skoða beint frá YouTube.

7 lausnir á efnahagsvandanum – Lilja Mósesdóttir

Lilja Mósesdóttir var ein af frummælendum síðasta borgarafundar. Hún flutti frábært erindi sem hún endaði með því að nefna 7 lausnir á efnahagsvanda okkar sem sérfræðingar í fjármálakreppum mæla með: Vaxtalækkun til að gera heimilum og fyrirtækjum kleift að ráða við skuldsetninguna 60% skattur á útstreymi fjármagns yfir 10 milljónir til að styrkja gengi krónunnar Viðvarandi …

Opinn borgarafundur í Iðnó

Mánudaginn 27. október kl. 20:00 var haldinn opinn borgarafundur í Iðnó um stöðu þjóðarinnar. Fjórir frummælendur hófu umræðuna: Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur. Þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu var orðið gefið laust og hver sem vildi tjá sig fékk þrjár mínútur til að tjá …