Framundan

Laugardaginn 27. des kl. 16.00 verður opið hús í miðstöðinni okkar að Borgartúni 3, kaffi og með (ef allar kökurnar verða ekki búnar eftir aðventuna ) Mánudaginn 29. des kl. 20.00 verður undirbúnings- og umræðufundur um komandi borgarafundi Laugardaginn 3.jan 2009 kl.16.00 verður opið hús í Borgartúni 3 Mánudaginn 5. jan kl. 20.00 verður undirbúnings- …

Opinn borgarafundur

Næstkomandi miðvikudagskvöld verður opinn borgarafundur kl. 20:00-22:00 í fundarsal á fjórðu hæð í miðstöðinni okkar, Borgartúni 3. Umræðuefni fundarins verður spilling og hringamyndun í viðskiptalífinu. . Gestir fundarins verða Óli Björn Kárason, blaðamaður og rithöfundur, og Gunnar Axel Axelsson, viðskiptafræðingur, en þessir menn hafa verið að kynna sér þessa hluti náið. . Þeir sem hafa …

Peningar atvinnuleysistryggingasjóðs

Carlos Ferrer sendi okkur þessa hugmynd Atvinnuleysistryggingarsjóður hefur 15 milljarða króna eigin fjár. Það dugar fyrir 6% atvinnuleysi í eitt ár. Hver prósenta atvinnulausra kostar 3 milljarða. . Mín tillaga er sú að ríkið taki lán eða setji af lánsfé a.m.k. 40 milljarða eða 10% af IMF láninu í þennan sjóð. Ríkið tryggði 6 – …

Ný myndskeið komin á vefinn og YouTube

Myndskeið af erindum frummælenda á síðasta borgarafundi eru komin hingað á vefinn. Frummælendur voru: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir Vésteinn Gauti Hauksson, markaðsstjóri Erindi frummælenda frá upphafi er að finna undir liðnum Frummælendur hér að ofan. Öll myndskeið er einnig hægt að skoða beint frá YouTube.

Vel mætt á borgarafund með forkólfum verkalýðshreyfingarinnar

Stóri salur Háskólabíós var nær fullsetinn á fimmta opna borgarafundinum í kvöld. Allir helstu forkólfar verkalýðshreyfinga og lífeyrissjóða sátu fyrir svörum, en meðal þeirra voru Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands, Gunnar Páll Pálsson formaður VR, Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ögmundur Jónasson formaður BSRB, Eiríkur Jónsson formaður KÍ, Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóðanna. Einnig mætti Björgvin G. …

SMS kosning eða heimasíðukosning að hætti Sviss

Ingvaldur sendi okkur hugmyndir um opnara lýðræði Komið sæl og þakka fyrir málefnalega og góða fundi Ingibjörg segir fundamenn tala hvern fyrir sig og Geir segir að þetta sé ekki þjóðarpúls en líklega eru 9 á bakvið hvern sem mætir á slíkan fund með sömu skoðun Skýr skilaboð væri td. sms kosning og jafnfram gæti …

OPINN BORGARAFUNDUR #5

Verður haldinn í Háskólabíó mánudaginn 8. desember kl. 20:00 – 22:00. Forysta verkalýðshreyfinga, fulltrúar lífeyrissjóða, félagsmála- og viðskiptaráðherrar hafa fengið formlegt fundarboð til að koma og svara spurningum almennings milliliðalaust. Tilgangur fundarins er að gefa hinum almenna borgara kost á að spyrja ráðamenn beinna spurninga og leyfa ráðamönnum að heyra beint frá þeim aðilum sem …