Framundan: Opið hús og undirbúnings- og umræðufundur

Hlutirnir gerast hratt þessa dagana og við stöndum á tímamótum. Í tilefni af því verðum við með opinn undirbúnings- og umræðufund í Borgartúni 3, mánudaginn 2. febrúar kl 20-22. Þar munum við ræða hvað hefur áunnist, hvað er framundan og næstu fundir. Hvetjum alla áhugasama til að mæta og vera með í að finna farveg …

Skemmtilegur fundur á Selfossi

Aðstandendur Opins borgarafundar þakka fyrir vel heppnaðan og skemmtilegan fund á hótel Selfossi 26.janúar. Um það bil 150 manns mættu á fundinn. Frummælendur á fundinum voru Sigríður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason, Ásta Rut Jónasdóttir og Svanborg Egilsdóttir. Á pallborðið mættu þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Atli Gíslason, Grétar Mar Jónsson, Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir. Erindi frummælenda …

OPINN BORGARAFUNDUR #9 – nú á Selfossi

Nú munum við halda Opinn borgarafund á Hótel Selfossi, mánudaginn 26. janúar kl 20-22. Við hvetjum íbúa Suðurlands að fjölmenna á fundinn.   Rútuferðir Kl. 18:30 fer rúta frá Borgartúni 3 og hvetjum við íbúa höfuðborgarsvæðisins að fjölmenna austur fyrir fjall. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er hinsvegar nauðsynlegt að panta sæti í rútuna. Það gerið þið …

Fróðlegur og áhrifaríkur fundur

Aðstandendur Opins borgarafundar þakkar fyrir vel heppnaðan fund í Háskólabíó í gær. Stóri salurinn var fullur og hátt í 300 manns sátu í andyrinu og fylgdust með fundinum af flatskjám. Erindi frummælenda voru mjög áhugaverð og vöktu mikla lukku fundargesta. Að þessu sinni fengu frummælendur lengri tíma en áður, þar sem að erindin voru að þessu …

OPINN BORGARAFUNDUR #8

Í Háskólabíó, mánudaginn 12. janúar kl 20-22. Fundarefni Íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir. Frummælendur Robert Wade – prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics Raffaella Tenconi – hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir – stjórnsýslufræðingur Herbert Sveinbjörnsson – …

OPINN BORGARAFUNDUR #7

OPINN BORGARAFUNDUR #7 Í Iðnó, fimmtudaginn 8. janúar kl 20-22. Fundarefni: Mótmæli (ólík viðhorf, ólíkar aðferðir, sömu markmið?), aðferðafræði mótmæla og borgaraleg óhlýðni. Frummælendur Hörður Torfason – Raddir fólksins Eva Hauksdóttir – Aðgerðasinni NN anarkisti Stefán Eiríksson – Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins Auk þeirra munu Katrín Oddsdóttir, laganemi og talsmaður Neyðarstjórnar Kvenna, Sigurlaug Ragnarsdóttir fyrir hönd Nýrra …