Nú munum við halda Opinn borgarafund á Hótel Selfossi, mánudaginn 26. janúar kl 20-22. Við hvetjum íbúa Suðurlands að fjölmenna á fundinn.
Rútuferðir
Kl. 18:30 fer rúta frá Borgartúni 3 og hvetjum við íbúa höfuðborgarsvæðisins að fjölmenna austur fyrir fjall. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er hinsvegar nauðsynlegt að panta sæti í rútuna. Það gerið þið með því að senda póst á borgarafundur@gmail.com þar sem fram verður að koma nafn, fjöldi sæta og símanúmer.
Fundarefni
Staða þjóðarinnar. Fortíð – Nútíð – Framtíð.
Frummælendur
- Hallgrímur Helgason – rithöfundur
- Sigríður Jónsdóttir – bóndi, kennari og skáld
- Ásta Rut Jónasdóttir – Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Svanborg Egilsdóttir – yfirljósmóðir.
Auk þess er öllum þingmönnum suðurlands, sýslumanninum í Árnessýslu, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.
Fyrirkomulag
Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.
Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.
Spyrjum, hlustum og fræðumst.