Að nýta styrkleika sína og góð lífsgildi – fundur 2/3

Fimmtudaginn 26. febrúar kl. 17:15 – 19:45 verður annar fundur af þremur undir leiðsögn Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings. Fundirnir eru haldnir í Borgartúni3.

Í þessum fundum heldur Gunnar erindi og stýrir umræðum um hvernig við getum greint og nýtt styrkleika okkar og góð lífsgildi í gegnum kreppuástandið. Hugað er að góðum lífsgildum, mikilvægi hjálplegs hugarfars og þess að fólk tali saman, tjái sig, læri af öðrum og leiti úrræða.

Frítt er inn og allir velkomnir.

Sjá nánari upplýsingar.

Opinn borgarafundur #10

Í Háskólabíó, mánudaginn 16. febrúar kl 20-22.

Fundarefni

Staðan – Stefnan – Framtíðin


Frummælendur

 • Haraldur L. Haraldsson – hagfræðingur
 • Andrés Magnússon – geðlæknir
 • Aðalheiður Ámundadóttir – laganemi

Auk þeirra hefur ríkisstjórn Íslands og formönnum þeirra flokka sem ekki eiga aðild að ríkisstjórn verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.

Öllum þingmönnum hefur einnig verið sérstaklega boðið.


Fyrirkomulag

Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Spyrjum, hlustum og fræðumst.

Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.

Að nýta styrkleika sína og góð lífsgildi – fundur með Gunnari Hrafni

Fimmtudaginn 19. febrúar kl. 17:15 – 18:45 verður haldinn fundur í Borgartúni 3 undir leiðsögn Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings.

Gunnar heldur erindi og stýrir umræðum um hvernig við getum greint og nýtt styrkleika okkar og góð lífsgildi í gegnum kreppuástandið. Hugað er að góðum lífsgildum, mikilvægi hjálplegs hugarfars og þess að fólk tali saman, tjái sig, læri af öðrum og leiti úrræða.

Frítt er inn og allir velkomnir.

Sjá nánari upplýsingar.

Opið hús og undirbúningsfundur

Kl 16:00 í dag laugardaginn 7. febrúar verðum við með opið hús í Borgartúni 3
Boðið verður upp á kaffi, súkkulaði og eitthvað gómsætt með því.

Mánudaginn 7. febrúar kl: 20:00-22:00 verður undirbúningsfundur fyrir næsta opna borgarafund.
Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í undirbúningnum en stefnan er að bjóða nýju ríkisstjórninni í Háskólabíó.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Borgarafundur á Akureyri

borgarafundur.info vill vekja athygli á borgarafund á Akureyri næsta sunnudag. Fundurinn er haldinn í samvinnu við undirbúningsnefnd borgarafundanna í Reykjavík.


Yfirskrift fundarins er: Landráð af „gáleysi”


Staðsetning: Ketilhúsinu

Tími: sunnudaginn 8. febrúar. kl 15:00


Frummælendur:

 • Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Sauðárkróki
 • Margrét Heinreksdóttir, lögfræðingur
 • Andrés Magnússon, læknir
 • Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingurÍ pallborði:

Lilja Skaftadóttir, fulltrúi Landráðshópsins, Atli Gíslason, lögfræðingur og þingmaður VG og feiri

Ölllum þingmönnum kjördæmisins hefur verið sent fundarboð.


Fundarstjóri: Edward Huijbens

Framundan: Opið hús og undirbúnings- og umræðufundur

Hlutirnir gerast hratt þessa dagana og við stöndum á tímamótum.
Í tilefni af því verðum við með opinn undirbúnings- og umræðufund í Borgartúni 3, mánudaginn 2. febrúar kl 20-22.
Þar munum við ræða hvað hefur áunnist, hvað er framundan og næstu fundir.
Hvetjum alla áhugasama til að mæta og vera með í að finna farveg fyrir okkar fund til framtíðar.
 
Auk þess verðum við að vanda með opið hús í Borgartúni 3 á laugardaginn 31. janúar kl. 16:00.
Þar spjöllum við saman og boðið er upp á kaffi og kakó.

Skemmtilegur fundur á Selfossi

Aðstandendur Opins borgarafundar þakka fyrir vel heppnaðan og skemmtilegan fund á hótel Selfossi 26.janúar. Um það bil 150 manns mættu á fundinn.

Frummælendur á fundinum voru Sigríður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason, Ásta Rut Jónasdóttir og Svanborg Egilsdóttir. Á pallborðið mættu þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Atli Gíslason, Grétar Mar Jónsson, Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir. Erindi frummælenda voru áhugaverð og skemmtileg. Mestu undirtektir fékk ræða Hallgríms Helgasonar.

Fundargestir tóku virkan þátt í fundinum og urðu fjörlegar umræður milli þeirra og þingmanna. Athygli vakti hve vel undirbúnir fundargestir komu til fundarins. Fundargestir voru með ahyglisverðar fyrirspurnir og nokkrir komu með góð ráð og lausnir sem þingmenn tóku fagnandi og sögðust ætla að taka tillit til.

OPINN BORGARAFUNDUR #9 – nú á Selfossi


Nú munum við halda Opinn borgarafund á Hótel Selfossi, mánudaginn 26. janúar kl 20-22. Við hvetjum íbúa Suðurlands að fjölmenna á fundinn.

 

Rútuferðir

Kl. 18:30 fer rúta frá Borgartúni 3 og hvetjum við íbúa höfuðborgarsvæðisins að fjölmenna austur fyrir fjall. Vegna takmarkaðs sætaframboðs er hinsvegar nauðsynlegt að panta sæti í rútuna. Það gerið þið með því að senda póst á borgarafundur@gmail.com þar sem fram verður að koma nafn, fjöldi sæta og símanúmer.

 

Fundarefni

Staða þjóðarinnar. Fortíð – Nútíð – Framtíð.

 

Frummælendur

 • Hallgrímur Helgason – rithöfundur
 • Sigríður Jónsdóttir – bóndi, kennari og skáld
 • Ásta Rut Jónasdóttir – Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
 • Svanborg Egilsdóttir – yfirljósmóðir.

Auk þess er öllum þingmönnum suðurlands, sýslumanninum í Árnessýslu, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.

 

Fyrirkomulag

Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.

Spyrjum, hlustum og fræðumst.

Fróðlegur og áhrifaríkur fundur

Aðstandendur Opins borgarafundar þakkar fyrir vel heppnaðan fund í Háskólabíó í gær. Stóri salurinn var fullur og hátt í 300 manns sátu í andyrinu og fylgdust með fundinum af flatskjám. Erindi frummælenda voru mjög áhugaverð og vöktu mikla lukku fundargesta.

Að þessu sinni fengu frummælendur lengri tíma en áður, þar sem að erindin voru að þessu sinni flest til að uppfræða, en minni tími var þá fyrir spurningar og svör.

Fundurinn hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlum og má m.a. nefna að fulltrúar forsætisráðuneytisins og viðskiptaráðuneytisins munu hitta Robert Wade, einn frummælenda, á morgun.

Erindi frummælenda eru komin á vefinn og er að finna undir liðnum Frummælendur.

Myndbandsupptökur munu koma á vefinn eins fljótt og auðið er.

Að vanda festi Gunnar Gunnarsson fundinn á filmu og er hægt að skoðamyndirnar undir liðnum Myndasafn.

_MG_5172.jpg_MG_5541.jpg_MG_5253.jpg_MG_5449.jpg

OPINN BORGARAFUNDUR #8

Í Háskólabíó, mánudaginn 12. janúar kl 20-22.


Fundarefni

Íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir.


Frummælendur

 • Robert Wade – prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics
 • Raffaella Tenconi – hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London
 • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir – stjórnsýslufræðingur
 • Herbert Sveinbjörnsson – heimildamyndagerðarmaður og aðgerðarsinni

Auk þeirra hefur formönnum stjórnmálaflokkanna og Viðskiptaráði Íslands verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.


Fyrirkomulag

Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Rétt er að taka fram að enskumælandi frummælendum verður gert kleift að svara spurningum sem bornar eru fram á íslensku með aðstoð túlks, og erindi þeirra og svör verða sömuleiðis þýdd á íslensku.

 

Spyrjum, hlustum og fræðumst.

 

Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.

 

Opinn borgarafundur #8 – frekari upplýsingar