OPINN BORGARAFUNDUR #7
Í Iðnó, fimmtudaginn 8. janúar kl 20-22.
Fundarefni: Mótmæli (ólík viðhorf, ólíkar aðferðir, sömu markmið?), aðferðafræði mótmæla og borgaraleg óhlýðni.
Frummælendur
- Hörður Torfason – Raddir fólksins
- Eva Hauksdóttir – Aðgerðasinni
- NN anarkisti
- Stefán Eiríksson – Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
Auk þeirra munu Katrín Oddsdóttir, laganemi og talsmaður Neyðarstjórnar Kvenna, Sigurlaug Ragnarsdóttir fyrir hönd Nýrra tíma og Þórhallur Heimisson, prestur, taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fleirum og svara spurningum viðstaddra.
Þá hefur Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra sérstaklega verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.
Hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Hvetjum ennfremur alla fjölmiðlamenn og konur til að mæta og taka þátt.
Fyrirkomulag
Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.
Við hvetjum fundargesti til þess að mæta tímanlega vegna takmarkaðs húsrýmis.
Sýnum borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn. Spyrjum, hlustum og fræðumst.