Opinn borgarafundur

Næstkomandi miðvikudagskvöld verður opinn borgarafundur kl. 20:00-22:00 í fundarsal á fjórðu hæð í miðstöðinni okkar, Borgartúni 3. Umræðuefni fundarins verður spilling og hringamyndun í viðskiptalífinu. . Gestir fundarins verða Óli Björn Kárason, blaðamaður og rithöfundur, og Gunnar Axel Axelsson, viðskiptafræðingur, en þessir menn hafa verið að kynna sér þessa hluti náið. . Þeir sem hafa …

Ný myndskeið komin á vefinn og YouTube

Myndskeið af erindum frummælenda á síðasta borgarafundi eru komin hingað á vefinn. Frummælendur voru: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Ásta Rut Jónasdóttir, húsmóðir Vésteinn Gauti Hauksson, markaðsstjóri Erindi frummælenda frá upphafi er að finna undir liðnum Frummælendur hér að ofan. Öll myndskeið er einnig hægt að skoða beint frá YouTube.

Vel mætt á borgarafund með forkólfum verkalýðshreyfingarinnar

Stóri salur Háskólabíós var nær fullsetinn á fimmta opna borgarafundinum í kvöld. Allir helstu forkólfar verkalýðshreyfinga og lífeyrissjóða sátu fyrir svörum, en meðal þeirra voru Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands, Gunnar Páll Pálsson formaður VR, Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ögmundur Jónasson formaður BSRB, Eiríkur Jónsson formaður KÍ, Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóðanna. Einnig mætti Björgvin G. …

OPINN BORGARAFUNDUR #5

Verður haldinn í Háskólabíó mánudaginn 8. desember kl. 20:00 – 22:00. Forysta verkalýðshreyfinga, fulltrúar lífeyrissjóða, félagsmála- og viðskiptaráðherrar hafa fengið formlegt fundarboð til að koma og svara spurningum almennings milliliðalaust. Tilgangur fundarins er að gefa hinum almenna borgara kost á að spyrja ráðamenn beinna spurninga og leyfa ráðamönnum að heyra beint frá þeim aðilum sem …

Fullt út úr dyrum í Háskólabíó

Nálægt 2000 manns komu saman á opnum borgarafundi í Háskólabíó í gærkvöldi. Öll sæti voru setin og í andyrinu stóð margmenni sem fylgdist með dagskránni af sjónvarpssskjám. Fjöldi fólks þurfti að snúa frá vegna plássleysis. Átta ráðherrar, þar á meðal Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, mættu á fundinn ásamt fjölda þingmanna. …

Silfur Egils og Mannamál

Gunnar Sigurðsson og Margrét Pétursdóttir voru meðal viðmælenda Egils Helgasonar í Silfrinu í dag þar sem borgarafundurinn í Háskólabíó var ræddur. Hægt er að horfa á þáttinn í vefsjónvarpinu á ruv.is á eftirfarandi slóð: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4440907 Þau Davíð A. Stefánsson og Halla Gunnarsdóttir voru auk þess gestir Sigmundar Ernis í þáttinum Mannamál á Stöð 2 þar sem borgarafundirnir …

OPINN BORGARAFUNDUR #4

Í Háskólabíói , mánudaginn 24. nóvember klukkan 20:00. Við hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Á sviðinu verður komið fyrir 12 merktum stólum fyrir ríkisstjórnina, auk stóla fyrir alla alþingismenn. Einn stóll verður sérmerktur seðlabankastjóra. Til hvers? Til að hinn almenni …

Sláum skjaldborg um Alþingi

Samtökin Nýjir tímar hvetja alla til að mæta niður á Austurvöll klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag – þann 19. nóvember, taka höndum saman og mynda SKJALDBORG utan um Alþingishús OKKAR íslendinga – enn og aftur!  Allir sem geta eru hvattir til að taka sér hádegishlé og sýna samstöðu. Öðruvísi sjáum við aldrei neinar breytingar!  Friðsamleg Mótmæli við Alþingishúsið …