Opinn borgarafundur á NASA næsta mánudag

Þriðji opni borgarafundurinn verður mánudaginn 17. nóvember kl. 20:00 á NASA. Nú verður sjónum beint að ábyrgð og umfjöllun fjölmiðla á ástandinu.  Fjölmiðlamenn munu mæta og sitja fyrir svörum. Þegar hafa Egill Helgason og Sigmundur Ernir staðfest komu sína. Enn er ekki komið á blað hverjir frummælendur verða og verður það auglýst síðar. Fjölmennum og …

7 lausnir á efnahagsvandanum – Lilja Mósesdóttir

Lilja Mósesdóttir var ein af frummælendum síðasta borgarafundar. Hún flutti frábært erindi sem hún endaði með því að nefna 7 lausnir á efnahagsvanda okkar sem sérfræðingar í fjármálakreppum mæla með: Vaxtalækkun til að gera heimilum og fyrirtækjum kleift að ráða við skuldsetninguna 60% skattur á útstreymi fjármagns yfir 10 milljónir til að styrkja gengi krónunnar Viðvarandi …

Vel heppnaður borgarafundur

Borgarafundurinn í Iðnó á laugardaginn heppnaðist framar vonum og var fullt hús auk þess sem fólk safnaðist saman fyrir utan, til að hlýða á umræðurnar. Frummælendurnir *Lilja Mósesdóttir* hagfræðingur, *Pétur Tyrfingsson* sálfræðingur, *Ingólfur H. Ingólfsson* fjármálaráðgjafi og *Halla Gunnarsdóttir* blaðamaður, fluttu feiknagóðar ræður. Eftir það tóku við snarpar umræður þar sem fólk tjáði skoðanir sínar …

Annar borgarafundur í Iðnó

OPINN BORGARAFUNDUR – um stöðu þjóðarinnar – í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30   Til hvers? Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum. Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga. Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður …

Opinn borgarafundur í Iðnó

Mánudaginn 27. október kl. 20:00 var haldinn opinn borgarafundur í Iðnó um stöðu þjóðarinnar. Fjórir frummælendur hófu umræðuna: Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur. Þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu var orðið gefið laust og hver sem vildi tjá sig fékk þrjár mínútur til að tjá …