7 lausnir á efnahagsvandanum – Lilja Mósesdóttir

Lilja Mósesdóttir var ein af frummælendum síðasta borgarafundar. Hún flutti frábært erindi sem hún endaði með því að nefna 7 lausnir á efnahagsvanda okkar sem sérfræðingar í fjármálakreppum mæla með:

  1. Vaxtalækkun til að gera heimilum og fyrirtækjum kleift að ráða við skuldsetninguna
  2. 60% skattur á útstreymi fjármagns yfir 10 milljónir til að styrkja gengi krónunnar
  3. Viðvarandi halli á ríkissjóði til að takast á við atvinnuleysið og aukið félagslegt misrétti
  4. Lánalenging fyrir heimilin til að koma í veg fyrir gjaldþrot og landflótta
  5. Hagstjórn sem miðar að því að tryggja efnahagslega velferðar í gegnum atvinnuskapandi aðgerðir
  6. Dreifðara eignarhald fyrirtækja til að tryggja langtíma stöðugleika og atvinnu
  7. Aukið eftirlit með bönkum og fyrirtækjum til að fyrirbyggja fáræði og aðra efnahagskrísu

    borgarafundur_8_nov_10.jpg_MG_2613.jpg_MG_2583.jpg

Vel heppnaður borgarafundur

Borgarafundurinn í Iðnó á laugardaginn heppnaðist framar vonum og var fullt hús auk þess sem fólk safnaðist saman fyrir utan, til að hlýða á umræðurnar. Frummælendurnir *Lilja Mósesdóttir* hagfræðingur, *Pétur Tyrfingsson* sálfræðingur, *Ingólfur H. Ingólfsson* fjármálaráðgjafi og *Halla Gunnarsdóttir* blaðamaður, fluttu feiknagóðar ræður. Eftir það tóku við snarpar umræður þar sem fólk tjáði skoðanir sínar og beindi spurningum til fulltrúa stjórnmálaflokkana á Alþingi, en fyrir þeirra hönd mættu: Ágúst Ólafur Ágústsson, Illugi Gunnarsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Valgerður Sverrisdóttir.

Á næstunni mun svo birtast myndskeið af fundinum og einnig má benda á að hljóðritun hans verður flutt á Rás 1 næstkomandi þriðjudag kl. 21:00 í þættti Ævars Kjartanssonar: Í heyrandi hljóði.

Aðstandendur fundarins vilja einnig koma fram kærum þökkum til allra sem sáu sér fært á að mæta, hvort sem þeir voru innan eða utan veggja Iðnó.

Hér eru nokkrar myndir frá fundinum en fjöldi fleiri mynda er að finna undir tenglinum Myndasafn hér að ofan.

borgarafundur_8_nov_5.jpg _MG_2608.jpg _MG_2588.jpg borgarafundur_8_nov_16.jpg

Annar borgarafundur í Iðnó

OPINN BORGARAFUNDUR

– um stöðu þjóðarinnar –

í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30

 

Til hvers?

  • Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
  • Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
  • Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
  • Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
  • Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.

Fyrirkomulag

Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.

Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver):

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður.

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til þess að svara.

Hverjum stjórnmálaflokki verður boðið að hafa einn fulltrúa á sviði til að svara spurningum. Við boðum formenn eða varaformenn eða að þeir sendi sinn fulltrúa og hvetjum sem flesta þingmenn að mæta .

Fundurinn verður festur á myndband til sýninga á netmiðlum og fyrir sjónvarp. Settir verða upp hátalar bæði í forsal og fyrir utan Iðnó.

Fundurinn verður tekinn upp af RUV og sendur út Þriðjudaginn 11 nóv kl. 21.00 á Rás 1 í þættinum Í heyranda hljóði umsjón Ævar Kjartanson.

Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.

 

Takmarkaður sætafjöldi – sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.

F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is  – s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is  – s: 864 7200).

Opinn borgarafundur í Iðnó

Mánudaginn 27. október kl. 20:00 var haldinn opinn borgarafundur í Iðnó um stöðu þjóðarinnar.

Fjórir frummælendur hófu umræðuna: Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur.

Þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu var orðið gefið laust og hver sem vildi tjá sig fékk þrjár mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga.

Hér er að finna fundargerð fundarins.